Áfanginn er einskonar kynning á og grunnur fyrir líffærafræði. Farið er í grunnhugtök hvað varðar líffærafræðileg heiti á stöðu og stefnu líffæra, holrúma og líkama. Í fyrri hluta áfangans er sjónum beint að stoðkerfi líkamans. Fjallað er um vefjagerð beina, vöðva og liða, festingar og afholur, aðra flokka, hlutverk þeirra og fræðiheiti. Í seinni hluta áfangans er farið í taugakerfið þar sem fjallað er um vefjagerð, skipulag og helstu virkni heila, mænu og tauga ásamt fræðiheitum innan þessa kerfis.
LÍFF1GL05 og LÆSI2NÁ10
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu stefnu- og stöðuhugtökum líkamans
vefjagerð beina, vöðva og taugakerfis
helstu flokkun beina í beinagrindinni, fræðiheiti beina og hlutverki þeirra
nokkrum helstu vöðvum líkamans, fræðiheitum þeirra og virkni
flokkun og gerð liða
skipulagi taugakerfis og flokkun, gerð og starfsemi taugafrumna
helstu skiptingu heila og gerð mænu og tauga
blóð-heila hemli, virkni hans og mikilvægi
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
þekkja og segja til um stefnu og stöðu einstakra líffæra og líffærahluta
þekkja mismunandi frumugerðir hinna ýmsu vefja og skilja starfsemi þeirra
skilja og sjá samhengi í notkun líffærafræðilegra fræðihugtaka og heita
þekkja mismunandi liðfleti líkamans
tengja gerð taugafrumna við virkni mismunandi hluta taugakerfisins
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
gera grein fyrir helstu líffærafræðilegu stefnu- og stöðuhugtökum
þekkja byggingu beinagrindar og taugakerfis
nota þekkingu sína og leikni í áframhaldandi námi
útskýra starfsemi taugakerfisins og hlutverk einstakra þátta þar