Í áfanganum er fjallað um grundvallaratriði í gerð og starfsemi frumna. Í fyrsta lagi er fjallað um gerð ósérhæfðra frumna, helstu frumulíffæri og hlutverk þeirra. Í öðru lagi er fjallað um helstu flokka lífrænna efnasambanda og efnaskipti frumunnar. Í þriðja lagi er fjallað um sérhæfingu frumna, helstu vefjagerðir og starfsemi sérhæfðra frumna með sérstakri áherslu á taugafrumur. Í fjórða lagi er fjallað um líffræðileg stýrikerfi á sameindastigi og í samhengi við tauga- og innkirtlakerfi. Veruleg áhersla er lögð á sameindalíffræði frumna og að sýna fram á samhengi milli afbrigðilegrar frumustarfsemi og sjúkdóma.
LÆSI2NÁ10 og LÍFF1GL05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hugtakinu samvægi
helstu frumugerðum vefja
efnafræði frumna – þekkja eiginleika vatns og helstu gerðir lífrænna efna
muninum á heilkjarna- og dreifkjarnafrumum
öllum helstu frumulíffærum og frumuhlutum
próteinframleiðslu, hvar og hvernig hún fer fram ásamt virkni ensíma
helstu eiginleikum glýkólýsu, krebshrings og öndunarkeðju
helstu flutningsleiðum um frumuhimnu
muninum á hormónum og taugaboðefnum
gerð taugafrumna og taugamóta
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skilja hvað felst í samvægi og hvernig stjórn líkamans felst í því
skilja breytta eiginleika frumna eftir gerðum
tengja saman efnafræði frumna og virkni, eiginleika og andsvar frumna
greina á milli heil- og dreifkjarnafrumu
þekkja öll helstu frumulíffæri og frumuhluta
skilja samhengi á milli byggingu prótína og ensímvirkni
skilja á milli helstu efnaskiptaferla frumunnar
greina á milli mismunandi flutningsleiða um frumuhimnur
greina á milli mismunandi boðefna og boðleiða
skilja taugamót og virkni taugaboðefna og viðtaka þeirra
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
útskýra undirstöðuatriði er varða mismunandi frumugerðir og hlutverk þeirra
gera grein fyrir þeim efnaskiptaferlum sem eiga sér stað inni í frumum
þekkja til umhverfi frumna og samskipti frumna við umhverfi sitt
þekkja mismunandi gerðir taugafrumna og virkni taugunga og taugamóta
útskýra samhengi á milli afbrigðilegrar frumustarfsemi og sjúkdóma
nýta þekkingu sína og leikni til til áframhaldandi náms
Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.