Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1538478858.49

    Bætt heilsa, betri líðan
    HEIL2BL05(MA)
    6
    heilsa, lífsstíll
    Bætt heilsa, betri líðan
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    MA
    Í áfanganum gefst nemendum tækifæri á að byggja sig upp og bæta lífstíl sinn bæði hvað varðar líkamlegt og andlegt heilbrigði. Þeir fá hvatningu til að efla sig á sem fjölbreyttastan hátt og nýta sér stuðning hvers annars. Skipulögð hreyfing er þrisvar sinnum í viku, blandaðir tímar fyrir þol, styrk og liðleika. Unnið er að sameiginlegum gagnagrunni sem inniheldur til dæmis matseðla sem nemendur útbúa og einfaldar og hollar uppskriftir. Nemendum eru kynntar leiðir til að búa sér í haginn og spara með því móti peninga og tíma. Hver og einn setur sér markmið hvað varðar heilsu, lífstíl, næringar og líkamsástand. Leitast verður við að allir finni sína hreyfingu.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hvaða þættir í umhverfinu og hjá hverjum og einum stuðla að góðu heilsufari
    • mikilvægi fjölbreytts mataræðis, bæði í einstökum máltíðum og í heild sinni
    • að greina styrkleika sína og veikleika hvað heilsufar varðar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skipuleggja eigin hreyfingu og mataræði
    • vinna sjálfstætt í tækjasal
    • lesa utan á umbúðir matvæla og greina næringargildi þeirra
    • að vinna út frá sjálfsgreiningu og skipuleggja sig í framhaldinu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • öðlast og viðhalda góðri heilsu til að takast á við daglegt líf
    • lifa heilbrigðu lífi
    Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.