Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1538482177.62

    Íþróttafræði
    ÍÞRF2ÞÞ05(MA)
    14
    íþróttafræði
    þjálfari - almennur hluti, þjálfun barna
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    MA
    Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur læri um hlutverk þjálfara í íþróttastarfi, sérstaklega við þjálfun barna og unglinga. Nemendur öðlast grundvallarþekkingu á líkamlegum og andlegum þroska barna og unglinga. Gerðar eru verklegar æfingar þar sem farið er í íþróttahús og nemendur æfa sig að kenna hvert öðru. Lögð er áhersla á skipulag þjálfunar, áætlunargerð og markmiðssetningu. Nemendur fá undirsstöðuþekkingu í kennslu og aðferðafræði íþróttaþjálfunar. Farið er yfir efni almennrar skyndihjálpar og sérstök áhersla lögð á að bregðast við íþróttameiðslum. VIð lok áfangast hefur nemandi lokið fræðilegum hluta fyrsta þjálfarastigs ÍSÍ.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • líkamlegu og andlegu þroskaferli barna og unglinga
    • hlutverki og ábyrgð þjálfara í íþróttastarfi barna og unglinga
    • mikilvægi góðs skipulags við þjálfun
    • grundvallarkennslufræði við þjálfun
    • beitingu fyrstu hjálpar ef slys ber að höndum
    • helstu atriðum næringar- og þjálfunarfræða
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skipuleggja þjálfun í einstökum tímum og yfir lengra tímabil
    • að stjórna hópi við ástundum íþróttar
    • að beita almennri skyndihjálp
    • að nota teygjubindi og íþróttateip
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • koma að íþróttaþjálfun barna
    • framkvæma áætlun sína
    • bregðast við óvæntum aðstæðum ef slys ber að höndum