Starfsþjálfun matartæknanema á 2. þrepi eru 25 feiningar. Áfanginn er reynslutími nemans á viðurkenndum starfsnámsstað og stendur yfir í 12,5 vikur. Á tímabilinu öðlast nemandinn aukna þekkingu, leikni og hæfni í störfum matartækna undir leiðsögn fagaðila.
Í áfanganum þjálfar nemandinn undirbúning og vinnslu á almennu fæði og helstu gerðum af sérfæði þar með talið vegan fæði. Jafnframt að vinna eftir gæðastöðlum vinnustaðarins um innra eftirlit, HACCP. Kennari, leiðbeinandi og yfirmaður bera sameiginlega ábyrgð á starfsþjálfuninni.
Nemandi skal alfarið fylgja þeim reglum sem viðkomandi starfsnámsstaður setur sínu starfsfólki.
STÞM1MA25
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
vinnuskipulagi fyrir eigin vinnu og mikilvægi vinnuskipulags á vinnustað, undirbúningi og grunnmatreiðslu
notkun á tölvukerfi vinnustaðar sem heldur utan um hráefni, uppskriftir, matseðla, innkaup
matreiðslu heitra aðal– og eftirrétta
matreiðslu ákveðins sérfæðis, s.s. grænmetisfæði, veganfæði, ofnæmis- og óþolsfæði
útbúa orku- og próteinþétt fæði
útbúa fljótandi og þykk fljótandi fæði
skömmtun á mat og að fylgja skammtstærðum vinnustaðar
vinnu við frágang og þrif á vinnustað
kröfum um hitastig við móttöku, meðhöndlun matvara og viðbrögð við frávikum
kröfum um hitastig við móttöku, meðhöndlun matvara og viðbrögð við frávikum
mikilvægum ferlum við útsendan mat og gæðastaðla um innra eftirlit: HACCP
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
undirbúa vinnuskipulag og verklýsingar
matreiða allt almennt fæði
matreiða ákveðnar gerðir sérfæðis, s.s. grænmetisfæði, veganfæði, ofnæmis- og óþolsfæði
orku- og próteinbæta
skammta mat samkvæmt skömmtunarformi vinnustaðar
vinna eftir gæðastöðlum vinnustaðar
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
útskýra vinnuferla sem byggja á aðferðafræði er lýtur að matreiðslu almenns fæðis og sérfæðis
skipulaggja verkferla og verkefnalista og vinna eftir þeim
meta störf sín og annarra í matreiðslu á hlutlægan hátt
sýna fram á ábyrgð í umgengni á vinnustað
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum meistara í viðkomandi grein.