Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1549444290.21

    Vinnuvernd og verkstjórn
    VINV1VV02(VV)
    2
    Vinnuvernd og verkstjórn
    Vinnuvernd og verkstjórn á vinnustað, lög og reglur
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    VV
    Markmið áfangans er að kynna nemendum mikilvægi heilsuverndar, vinnuvistfræði og verkstjórn á vinnustað. Í áfanganum er lögð áhersla á samspil vinnu og umhverfis við líkamlega, andlega og félagslega vellíðan starfsmanna. Nemendur kynnast hugtökunum áhættumat, vinnustaðaúttekt, líkamlegt álag, líkamsbeiting, forvarnir, vinnuvistfræði og vinnusálfræði. Farið er yfir lög og reglur um vinnuvernd, reglur og skyldur vinnuveitenda, verkstjóra og starfsmanna auk skráningaskyldu. Nemendur fá þjálfun í að takast á við félagslega þætti á vinnustað sem mögulega geta haft áhrif á heilsufar fólks. Farið verður í samskipti á vinnustað, samskiptastjórnun, að leysa úr ágreiningi og að takast á við einelti.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • lögum og reglum er gilda um vinnuvernd s.s skyldur og ábyrgð atvinnurekanda, verkstjóra og starfsmann, eftirlit og upplýsingaskyldu
    • hugtökunum áhætta, áhættumat og forvarnir ásamt áætlunum og eftirfylgni
    • þeim félagslegu og andlegu þáttum á vinnustað sem geta haft áhrif á heilsu, vellíðan og afköst starfsfólks s.s einelti, streitu og álag og forvörnum
    • hvaða líkamlegu þættir á vinnustað geta haft áhrif á heilsu, vellíðan og afköst starfsfólks og forvarnir gegn þeim. t.d stoðkerfisvandamál
    • mikilvægi góðrar vinnuaðstöðu, lýsingar, hitastigs, loftgæða, hljóðvistar, hreinlætis og slysahættu
    • notkun vinnufatnaðar og persónuhlífa s.s eyrnahlífa, augnvarna og notkun á skóm, skyldur starfsmanna og atvinnurekanda eru ræddar
    • hugtökum er tengjast mannlegum samskiptum s.s tjáskipti, samtalstækni, framkomu, hlustun, gagnrýni, hrós, baktal og ágreiningsmál
    • hvernig tekið er á ágreiningi á vinnustað og hann leystur
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • bregðast við líkamlegum einkennum og kvillum sem rekja má til vinnuaðstæðna og aðbúnaðar
    • greina hættur er stafa af ótryggu vinnuumhverfi og gáleysi í vinnubrögðum, tilkynna til yfirmanns, skrá og leita leiða til úrbóta í samvinnu við yfirmann
    • beita raunhæfum aðferðum við lausn á ágreiningi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gera greinamun á heilsusamlegu og heilsuspillandi umhverfi hvað varðar aðbúnað og hollustuhætti og geta beitt sér fyrir umbótum og/eða tilkynnt til yfirmanns ef þurfa þykir
    • fylgja reglum um öryggismál á vinnustað
    • vera meðvitaður um eigin ábyrgð og skyldur
    • stýra smærri hópum í vinnu á vinnustað
    • stuðla að uppbyggilegum samskiptum á vinnustað sínum