Í áfanganum er lögð áhersla á lestur fjölbreyttra texta til að auka lesskilning og orðaforða. Undirstöðuatriði sænskrar málfræði eru rifjuð upp og þau æfð með gagnvirkum æfingum á netinu, rituðu og mæltu máli. Allir fjórir færniþættirnir, lestur, ritun, hlustun og tal, eru þjálfaðir markvist auk þess sem nemendum er leiðbeint í notkun orðabóka og annarra hjálpargagna í tungumálanáminu.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
almennum orðaforða sem tengist efni áfangans
helstu málfræðiatriðum í sænsku og nýtt sér það bæði í rituðu og mæltu máli
helstu einkennum sænskrar tungu í framburði og rituðu máli
notkun hjálpargagna s.s. orðabóka og leiðréttingarforrita á netinu
samspili og þróun norðurlandamálanna
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa fjölbreytta texta sem tengjast efni áfangans
skilja talað mál um kunnugleg og minni kunnugleg efni
tjá sig um valin málefni og geti tekið þátt í samræðum
rita texta byggða á efni áfangans og gera orðalag texta að sínu
fara eftir grundvallarreglum sem gilda um ritað mál
nota upplýsingatækni og hjálpargögn í tungumálanámi
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skilja daglegt mál, svo sem samræður og fjölmiðlaefni, t.d. fréttir og sænska sjónvarpsþætti og nýta sér á mismunandi hátt
nýta grundvallaratriði sænskrar málfræði í ritun og tali
skrifa læsilega texta um ýmis málefni og nýta þann orðaforða sem áfanginn byggir á
nota viðeigandi orðalag í samskiptum
þróa með sér aga, metnað, ábyrgð og jákvæðni í vinnubrögðum
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá.