Í áfanganum fer fram kynning á notkun forritsins Inventor sem notað er við tölvuteikningu. Lögð er áhersla á að efla skilning þátttakenda á rýmum út frá tvívíðum teikningum. Þátttakendur læra grunnskipanir Inventor með æfingum og kynnast undirstöðu tölvuteikningar í teiknikerfum.
Þátttakendur þjálfast í að teikna flatarmyndir í tölvu eftir hefðbundnum stöðlum og teiknireglum. Auk þess læra þeir að mæla upp hluti og teikna síðan á grundvelli hefðbundinna staðla og teiknireglna. Lögð er áhersla á þjálfun í lestri teikninga og mælikvarða, að nemandinn vinni eftir málum og teiknireglum, notkun lagskiptinga, línugerða og merkinga sem og skölun teikninga og uppsetningu teikninga. Þá læra nemendur að setja saman og ganga frá teikningum vel framsettum til útprentunar og vistunar.
Námið er hagnýtt, einkum við hönnun og fagteikningu og byggir á verklegum æfingum sem þáttakendur leysa sjálfir með aðstoð kennara.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
grunnskipunum í Inventor
gerð og frágangi einfaldra þrívíðra teikninga á grundvelli textalýsinga, skoðunar og uppmælinga á rýmum og hlutum
frágangi einfaldra teikninga með tilliti til staðla og teiknireglna
mismunandi mælikvörðum, mátkerfum, hugtakanotkun og notkun helstu mælitækja
þrívíðum vinnuteikningum
lestri teikninga
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita þeim skipunum sem hann hefur lært
nota flóknari aðgerðir og leiðir til að auka afköst
málsetja einfalda vinnuteikningu eftir viðeigandi reglum, venjum og stöðlum í mismunandi mælikvörðum
lesa einfaldar vinnuteikningar með fallmyndun
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
vinna teikningar tilbúnar til útprentunar og þekki prentmöguleika samkvæmt gildandi stöðlum og reglum ...sem er metið með... mati á raunhæfum verkefnum
færa teikningar eða myndir milli forrita og vinna með þær í samræmi við teiknireglur
geta nýtt sér skölun teikninga
geta nýtt sér teiknikunnáttu sína ...sem er metið með... raunhæfum verkefnum
sýna þekkingu og færni til að skipuleggja, árita og ganga frá einföldum tæknilegum teikningum og miðla upplýsingum á skilvirkan hátt
takast á við áframhaldandi nám í teiknifræðum
Getur byggst á verkefnavinnu, (símati ) skyndiprófum eða sambærilegum æfingum sem
ásamt lokaprófi/lokaverkefni gefa heildarniðurstöðu námsmats