Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1551434786.17

    Tómstunda- og félagsmálafræði
    UPPE3TÓ05
    5
    uppeldisfræði
    tómstunda- og félagsmálafræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Tómstunda- og félagsmálastarf gegnir mikilvægu menningar- og uppeldishlutverki í nútímasamfélagi. Tómstunda- og félagsmálafræði er ung fræðigrein og felur meðal annars í sér að tileinka sér þekkingu á gildi, þýðingu og hlutverki tómstunda – og félagsstarfs fyrir fólk á öllum aldri í samfélaginu. Einnig fjallar greinin um rannsóknir á tómstundum og mikilvægi þeirra í þróun tómstunda – og félagsstarfs. Félagsmálafræðin gengur út á að búa til öflugt, gott og fjölbreytt félagslíf. Nemendur fræðast um mikilvægi leiðtogafærni, forystu, framúrskarandi samskiptahæfni, félagsfærni, sköpun og að ná því besta út úr samstarfsfólki; allt það sem einkennir góðan leiðtoga. Þeir sem ljúka háskólanámi í tómstunda- og félagsmálafræði geta stýrt tómstunda- og félagsmálum t.d. í félagsmiðstöðvum, grunn- og framhaldsskólum, íþrótta- og æskulýðsfélögum, meðal eldri borgara o.fl. Í áfanganum verður horft á tómstunda- og félagsstarf í sinni víðustu mynd, bæði úti og inni, tengt náttúru, umhverfi og samfélagi. Nemendur fá tækifæri til að beita leiðtoga- og samskiptafærni sinni í starfi með nefndum og ráðum skólans. Rýnt verður í hugmyndafræði unglinga- og þátttökulýðræðis. Markmiðið er að öðlast heildarsýn yfir þá starfsemi sem fram fer í tómstunda- og félagsmálastarfi fólks á öllum aldri og það menningar- og uppeldishlutverk sem tómstunda- og félagsstarf gegnir í lífi þess.
    Einn FÉL eða SÁL eða UPP áfangi á 2. þrepi. Má taka samhliða áfanga á 2. þrepi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • tómstunda- og félagsmálafræði samtímans í tengslum við íslenskt samfélag
    • helstu rannsóknarefnum á tómstunda- og félagsstarfi
    • mikilvægi rannsókna í mótun og þróun tómstunda- og félagsstarfs
    • aðferðum sem tengjast góðri leiðtogafærni
    • aðferðum sem koma að notum í tengslum við uppbyggileg samskipti
    • sérstöðu tómstunda- og félagsmálafræði, viðfangsefnum hennar og aðferðum
    • mikilvægi tómstunda- og félagsstarfs og tengslum þess við góða sjálfsmynd og vellíðan
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • afla upplýsinga er tengjast rannsóknum á tómstunda- og félagsstarfi og setja í fræðilegt samhengi
    • nýta fræðilegan/vísindalegan texta á íslensku og ensku
    • afla upplýsinga um tómstunda- og félagsstarf og nýta þær í hagnýtum verkefnum
    • beita aðferðum tengdum leiðtogafærni og árangursríkum samskiptum
    • beita orðræðunni um tómstunda- og félagsstarf á ýmis viðfangsefni og á vettvangi
    • miðla fræðilegu efni í ræðu og riti
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna úr rannsóknargögnum og leggja mat á rannsóknir á tómstundum og félagsstarfi
    • leggja mat á hagnýtar aðferðir sem henta við margvíslegar aðstæður í tómstunda- og félagsmálastarfi
    • tengja rannsóknarniðurstöður við tómstunda- og félagsstarf á vettvangi
    • beita grundvallaraðferðum leiðtogafærni og samskiptahæfni í hagnýtum verkefnum
    • taka þátt í rökræðum um tómstunda- og félagsmálastarf
    • meta eigin frammistöðu og vinnuframlag sem og annarra á gagnrýninn hátt
    • setja fram þekkingu sína í ræðu og riti.
    Símatsáfangi