Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1553157391.95

    Heilsuefling og útivist
    ÍÞRÓ1ÚT01
    57
    íþróttir
    Útivist og hreyfing
    Samþykkt af skóla
    1
    1
    Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur kynnist hreyfingu og útivist og þeim möguleikum sem bjóðast til hreyfingar úti allan ársins hring sama hvernig viðrar. Innihald áfangans er breytilegt frá önn til annar og tekur mið af þeim nemenda hópi sem er skráður í áfangann hverju sinni
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • möguleikum útvistar og göngu til að viðhalda eða bæta líkamsástand
    • að velja viðeigandi fatnað og skóbúnað eftir viðfangsefni hverju sinni
    • mikilvægi þess að setja sér markmið
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • ganga rösklega
    • auka þrek og úthald
    • taka tillit til aðstæðna hverju sinni
    • bera virðingu fyrir umhverfi sínu
    • nýta umhverfið til fjölbreyttar hreyfingar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • fara í lengri eða styttri gönguferðir með fjölskyldu og vinum
    • öðlast öryggi í sínu nánasta umhverfi
    • að meta aðstæður m.t.t. hreyfingar, veðurs, búnaðar og markhóps
    • afla sér upplýsinga um staðarhætti á ákveðnu svæði
    • fara í skipulagðar gönguferðir með hópi fólks t.d. ferðafélagi
    • njóta útivistar í tómstundum
    • meta og skilja hættur í umhverfinu
    er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá. Áhersla er lögð á mætingu, virkni og samvinnu í hóp