Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1554807386.37

    Tilvistarstefnan og skáldskapurinn
    HEIM2TS05
    9
    heimspeki
    Tilvistarstefnan
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    MA
    Í þessum áfanga er fjallað um tilvistarstefnu í heimspeki í víðum skilningi. Reynt verður að grafast fyrir um tilgang lífsins, ef hann þá er einhver, hvernig best sé að nálgast þennan heim sem umlykur okkur og fólkið sem hann byggir. Fjallað verður um tilvistarstefnuna í sögulegum skilningi, af hverju hún sprettur upp á þeim tíma sem hún gerir og hvað tilvistarstefnan í raun og veru er. Fyrst og fremst mun þessi áfangi þó leitast við að svara þeim spurningum sem sækja á okkur dags daglega; til hvers lífið eiginlega er og hvernig og hvar eigum við að finna tilganginn á guðlausri og tæknivæddri tuttugustu og fyrstu öldinni.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þeim sessi sem heimspeki og bókmenntir skipa í sögu mannkyns
    • helstu hugmyndum sem liggja til grundvallar tilvistarstefnunni
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • rökræða og gagnrýna bókmennta- og heimspekitexta
    • greina og gagnrýna þjóðfélagsumræðu frá sjónarhóli heimspekinnar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nálgast siðferðileg málefni af varúð og tillitssemi
    • tileinka sér fræðileg vinnubrögð
    Er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.