Farið er í grundvallarhugtök í línulegri algebru sem nýtast nemendum í frekara námi í raunvísindum, t.a.m. stærð-, verk- og tölvunarfræði. Helstu efnisþættir áfangans eru línuleg jöfnuhneppi, vigurrúm og hlutrúm þeirra, línulegt óhæði og span vigra, línulegar varpanir, fylki og helstu aðgerðir á þeim, ákveður, eigingildi, hornalínugerningur og einföld dæmi um hagnýtingu línulegrar algebru.
Kennslan fer fram í formi fyrirlestra og dæmatíma, en mikil áhersla er lögð á að nemendur gefi sér góðan tíma til þess að reikna dæmi og leysa verkefni með þeim aðferðum sem kenndar eru í áfanganum.
STÆR3HL06 eða STÆR3HX06
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
línulegum jöfnuhneppum og lausnum þeirra
grundvallareiginleikum vigurrúma
fylkjum og helstu aðgerðum á þeim
einfaldri hagnýtingu á línulegri algebru
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
leysa línuleg jöfnuhneppi
beita einföldum fylkjaaðgerðum
skrifa hagnýt verkefni upp á tungumáli línulegrar algebru, og leysa þau í kjölfarið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
leysa hagnýt verkefni með stærðfræðilegum aðferðum
lesa texta þar sem unnið er með stærðfræðilegar frumsendur og skilgreiningar
koma frá sér úrlausnum á stærðfræðilegum verkefnum með skiljanlegum hætti, jafnt í rituðu máli sem töluðu
Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.