Í áfanganum er sjónum beint að menningarsögu Vesturlanda frá seinni hluta 19. aldar til dagsins í dag. Megináherslan verður á módernismann og þau tengsl sem hann hafði við tilurð nútímasamfélagsins. Síðasti þriðjungur áfangans er svo helgaður póstmódernismanum og þeim fjölmörgu spurningum sem upp koma í tengslum við hann. Nemendur skrifa heimildaritgerð og munu nokkrar kennslustundir lagðar undir þá vinnu.
SAGA2YS05(21)
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu lista- og menningarstefnum 20. aldar
tengslum stóratburða 20. aldar við helstu menningarstrauma hennar
helstu reglum og venjum við smíði heimildaritgerðar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
leita sér sögulegra upplýsinga með margvíslegum hætti
meta gildi og áreiðanleika heimilda og nýta sér fjölbreyttar tegundir þeirra
koma frá sér sagnfræðilegum texta á skýran hátt
rita heimildaritgerð samkvæmt helstu reglum og hefðum
meta liðna tíma á víðsýnan og umburðarlyndan máta
beita gagnrýninni hugsun
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
taka þátt í skoðanaskiptum og rökræðum með jafningjum um sagnfræðileg efni ...sem er metið með... hópaverkefnum, rökræðum, kynningu
sýna umburðarlyndi og víðsýni gagnvart sögulegum viðfangsefnum ...sem er metið með... verkefnum, kynningu, ritgerð
meta stöðu nútímamenningar með hliðsjón af samfélagsbreytingum undangenginna áratuga og alda ...sem er metið með... verkefnum, prófum
Námsmat er leiðsagnarmiðað og byggist á verkefnum af ýmsu tagi, ritgerðarskrifum og prófum