Lagður er grunnur að vinnubrögðum í stærðfræði, nákvæmni í framsetningu, röksemdafærslum og lausnum verkefna og þrauta. Fjallað er um bókstafareikning, jöfnur, hnitakerfi, jöfnu beinnar línu og rúmfræði.
Grunnskólapróf
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
undirstöðuatriðum algebru
þáttun og liðun algebrustærða
lausnum á jöfnum
reikniformúlum
talnahlutföllum og prósentum
rétthyrndu hnitakerfi
frumhugtökum rúmfræðinnar
flatarmáli og rúmmáli
einslögun
veldum og rótum.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nota hlutföll í útreikningum
skilja samhengi talna og algebru, liða og þátta
setja upp og leysa verkefni sem fela í sér jöfnur
nota rétthyrnt hnitakerfi og setja fram jöfnu fyrir beina línu
reikna rúmmál og flatarmál allra helstu forma.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skrá lausnir sínar og vinna á skipulegan hátt ...sem er metið með... verkefnum/prófum
útskýra hugmyndir sínar og verk ...sem er metið með... verkefnum/prófum
fylgja fyrirmælum sem gefin eru ...sem er metið með... verkefnum/prófum
lesa úr stærðfræðilegum upplýsingum ...sem er metið með... verkefnum/prófum
beita skipulegum aðferðum við lausn verkefna sem tengjast námsefninu ...sem er metið með... verkefnum/prófum.
Í áfanganum er gert ráð fyrir leiðsagnarmati sem byggir á því að nemandinn fái með reglulegum og skipulegum hætti upplýsingar um hvernig hann stendur í náminu. Námsmat byggist á verkefnum sem nemendur vinna í kennslustundum og utan þeirra, skriflegum prófum sem lögð eru fyrir nemendur (bæði kaflaprófum yfir önnina og yfirlitsprófi í lok hennar) auk virkni nemenda í kennslustundum.