Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1588077616.99

    Handverk
    HAND1HV05
    8
    handmennt
    Handverk
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Unnið er með grunnvinnsluaðferðir í prjóni og hekli, ekki er þörf á neinni kunnáttu. Kynnt eru tæki og efni sem unnið er með og nemendum er kennt að nota þau við vinnu. Farið er í sköpunarferli og sögu handverks á Íslandi, kynnt verður Yarn bombing og unnið verk út frá því. Facebook, Instagram, Pinterest, YouTube o.fl. miðlar verða notaðir. Farið verður í sögu þjóðbúningsins á Íslandi og í vettvangsferð í Þjóðminjasafnið og Heimilisiðnaðarfélag Íslands til að skoða búninga betur og kynnast ýmiskonar handverki. Lögð er áhersla á skapandi hugsun í útfærslu og einnig vönduð og sjálfstæð vinnubrögð.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnatriðum í nokkrum prjónaaðferðum og hekli
    • ýmsum aðferðum við að ganga frá og meðhöndla handverk
    • undirbúningsvinnu fyrir ákveðin verk
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota grunnaðferðir prjóns og hekls
    • nýta sér mismunandi (hrá)efni í vinnslu ýmissa hluta
    • búa til vinnulýsingu fyrir einfaldan hlut
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta prjónað og heklað nytjahluti og listmuni
    • geta yfirfært hugmynd sína yfir í unninn hlut
    • útfæra verkefni eftir skrifaðri jafnt sem teiknaðri vinnulýsingu.
    Símatsáfangi