Í áfanganum verður farið í grunnatriði hönnunar í leikhúsi og áhersla lögð á heildstæða greiningu verks þar sem leikmynd og búningar eru birtingarmynd hennar. Kenndar verða ólíkar nálgunaraðferðir til leikmynda- og búningahönnunar og nemendur fá kynningu á helstu hönnuðum nútímaleikhússins sem og 20. aldarinnar. Áfanginn verður kenndur í samstarfi við leikmynda- og búningahönnuði hjá LA.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
lykilatriðum í greiningu verka og persóna fyrir leikmynda- og búningahönnun
helstu stefnum og áhrifavöldum í leikmynda- og búningahönnun
módelgerð og skissuteikningum
ferli búninga- og leikmyndahönnunar frá fyrstu hugmynd til framkvæmdar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
vinna lausnamiðað að útfærslu hugmynda
afla sér heimilda og efnis í samhengi við ákveðin verk
vinna með öðrum listrænum stjórnendum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skila af sér skýrri hönnun fyrir leikmynd og búninga
rökstyðja leikmyndahönnun sína út frá greiningu verks
rökstyðja búningahönnun sína út frá greiningu einstakra persóna
geta í töluðu og rituðu máli gert grein fyrir tilgangi leikmynda- og búningahönnunar í leiksýningum
Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.