Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1589792727.65

    Rödd og texti
    LEIK2RT04(MA)
    15
    leiklist
    rödd og texti
    Samþykkt af skóla
    2
    4
    MA
    Í áfanganum verður lögð áhersla á að læra raddbeitingu og textaflutning af ýmsum toga. Ólíkir textar verða skoðaðir svo sem bundið mál og nútíma leikhústextar en einnig ljóð, ræður og fyrirlestrar. Fjallað verður um grunnlíffræði raddarinnar, umhirðu hennar og raddheilbrigði. Rými af ólíkum stærðum og gerðum verða heimsótt og nemendur læra um hvernig ólík raddbeiting virkar í ólíkum rýmum. Áfanginn endar á lokaprófi þar sem fagaðilar leggja mat á textaflutning og raddbeitingu nemenda.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • túlkun á bundnum og óbundnum texta á leiksviði
    • röddinni sem líffæri og umhirðu hennar
    • mikilvægi túlkunar í framkomu
    • margvíslegum aðferðum sem hægt er að beita í túlkun og tjáningu
    • eigin rödd, styrkleikum og veikleikum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • hita upp röddina og beita henni
    • nýta samspil öndunar, líkamsstöðu og raddar í tjáningu
    • greina margvíslega texta til túlkunar og flutnings
    • miðla lausnum í raddheilbrigði og beitingu til annarra
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • flytja texta af margvíslegum toga á áhrifaríkan hátt
    • greina skilvirkt eigin raddbeitingu og annarra
    • bæta getu sína í raddbeitingu og framkomu enn frekar
    • útskýra þær ólíku aðferðir sem til eru til að tjá og túlka texta
    Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.