Markmið áfangans er að nemendur kynnist helstu tækjum sem notuð eru í ljós- og hljóðvinnu í leikhúsi. Einnig fá nemendur að kynnast þeim forritum sem notuð eru í hönnun og keyrslu á tæknibúnaði leikhússins. Farið verður í helstu undirstöðuatriði ljósahönnunar og hljóðblöndunar og fjallað um öll helstu öryggismál þessara þátta. Áfanginn verður kenndur af tæknimönnum og ljósahönnuðum á vegum Menningarfélags Akureyrar og fá nemendur að nýta sér tæknina sem þar er til staðar til námsins.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
grunnatriðum í ljósahönnun
grunnatriðum í hljóðblöndun
helstu keyrsluforritum leikhússins
ljósa- og hljóðtækni
mikilvægustu öryggisatriðum leikhússins
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
setja upp ljós og hljóðbúnað fyrir leiksýningu
tryggja að öryggi í notkun á tækjabúnaðar sé til staðar
hanna einfalda lýsingu og hljóðblöndun sem styður við og auðgar uppbyggingu og framvindu leiksýningar
stjórna athygli áhorfandans á sviði
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
tjá sig um og greina hönnun lýsingar og hljóðblöndunar í leikhúsi
hanna og stilla upp ljósum fyrir einfalda sýningu
útskýra með rökstuðningi tilgang lýsingar fyrir ákveðnar senur
keyra ljós og hljóð á einföldum sýningum
Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá