Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1589799220.66

    Dans og leikhús
    LEIK2DL05
    12
    leiklist
    Dans og leikhús
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum verður áhersla lögð á að skilja dans sem frásagnar- og túlkunarform. Nemendur læra að vinna með líkamann, kynnast helstu undirstöðuatriðum dansins og læra að beita ákveðinni grunntækni. Fjallað verður um hlutverk og tilgang dansins í söngleikjum ásamt því að skoða sögu dansins sem sviðslistaforms.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • dansi sem frásagnar – og túlkunarformi
    • eigin líkama, styrkleikum og veikleikum
    • undirstöðuatriðum í dansi
    • þeim ólíku aðferðum dansins sem hægt er að nýta innan sviðlistaformsins
    • hlutverki dansins í söngleikjum
    • mikilvægi líkamans sem verkfæris til sköpunar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • hita upp líkamann og hirða vel um hann
    • greina dans sem hluta af frásögn og tjáningu
    • nýta danstækni í flutningi á sviði
    • beita líkamanum á dýnamískan hátt bæði í leik og dansi
    • tengja saman líkama og hugsun/tilfinningu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • flytja dans eða líkamlega túlkun á sviði á áhrifaríkan hátt
    • nýta skilning sinn á líkamanum til að auðga túlkun og tjáningu á sviði
    • tjá sig í töluðu og rituðu máli um sögu danslista og tilgang dansins innan leikhússins
    • vinna með líkamlega færni á sviði á ábyrgan hátt
    Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.