Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1589799841.73

    Grunnáfangi í leiklist
    LEIK1GR05(MA)
    21
    leiklist
    grunnáfangi
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    MA
    Áfanginn veitir grunnþekkingu á verkfærum leikarans í persónusköpun, greiningu leikverka og uppbyggingu á senum. Nemendur hljóta þjálfun í verklagi og verkferlum leikhússins og byggð er upp leikni í sjálfsaga og samskiptum. Áhersla er lögð á að nemendur læri að beita sköpunargleði til jafns við formuppbyggingu sena og persóna. Áfanginn er unninn í samvinnu við Menningarfélag Akureyrar. Nemendur fara reglulega í heimsóknir á æfingar hjá Leikfélagi Akureyrar, ræða við fagfólk og fá innsýn í uppbyggingu leiksýningar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi þess að nýta sér jákvæðni í samvinnu við aðra
    • verkfærum leikarans (rödd, líkama, tilfinningum og ímyndunarafli)
    • uppbyggingu leikrita
    • verkfærum og verkferlum leikhússins
    • spuna og uppbyggingu sena og persóna
    • mikilvægi góðrar samskiptahæfni og aga
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nýta verkfæri leikarans í framkomu almennt
    • nýta aga og sköpunargleði sína saman
    • vinna uppbyggilega með öðrum
    • beita gagnrýninni hugsun í áhorfi sínu á leiklist sem og á eigin vinnu
    • einbeita sér í hugmyndavinnu og allri vinnu sem fer fram á leiksviði
    • beita sjálfstæðum vinnubrögðum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • greina spunasenur og persónur
    • rökræða leikhús, senur og persónur í leikverkum af ígrundun
    • skapa persónur og túlka tilfinningar og ætlan á sviði
    • beita hlustun og jákvæðri samvinnu á sviði og utan þess
    • beita sjálfsaga og sjálfstæðum vinnubrögðum
    Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.