Farið verður í hlutverk söngs í leiksýningum, uppbyggingu og grundvallarforsendur söngleikja og tónlistar í leikhúsi. Áhersla er lögð á túlkun og tjáningu í söng ásamt kennslu á helstu undirstöðuatriðum söngs. Einnig verður fjallað um raddheilbrigði og beitingu raddarinnar.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
undirstöðuatriðum og grunntækni í söng
aðferðum við túlkun og tjáningu söngtexta á leiksviði
samvinnu söngs og leiks á leiksviði
mismunandi stílum söngleikjaformsins
raddheilbrigði
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
hita röddina upp sem hljóðfæri og verða meðvitaður um mikilvægi þess að hugsa vel um hana
greina söngtexta og tilgang þeirra í söguþræði leikverks
beita rödd í söng og leik
nýta tækniæfingar til að bæta söng sinn enn frekar
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
flytja lag úr söngleik af innlifun á áhrifaríkan og skýran máta
tengja saman rödd og tónheyrn
greina og segja frá ólíkum aðferðum til að túlka og tjá texta í söng
geta sagt frá og skrifað um söngleiki sem sviðslistaform
nýta þekkingu sína í notkun á tónlist í leikhúsi
Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.