Í áfanganum verður fjallað um völd í samfélaginu. Fyrst er stjórnmálafræðin kynnt sem fræðigrein. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist skilning á helstu hugtökum sem eru notuð í fræðigreininni og læri að greina helstu hugmyndastrauma stjórnmálanna. Helstu stjórnmálastefnur verða kynntar og greindar út frá „vinstri-hægri“ kvarðanum og lagt mat á þær út frá afstöðu þeirra til breytinga og gilda. Fjölmiðlar hafa oft verið kallaðir fjórða valdið í samfélaginu og því verður samspil stjórnmála og fjölmiðla til umfjöllunar auk upplýsingamengunar og falsfrétta.
FÉLV1SJ06
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu viðfangsefnum stjórnmálafræðinnar
helstu hugtökum stjórnmálafræðinnar: Þjóðernisstefnu, stjórnkerfi, vald, fullveldi, mannréttindi og lýðræði
helstu hugmyndakerfum stjórnmálanna: Róttækni, frjálslyndi, íhaldsstefnu, afturhaldsstefnu, stjórnleysisstefnu og femínisma
hvernig stjórnkerfum og stjórnmálastefnum er ætlað að leysa samfélagsleg viðfangsefni
fjölmiðlum samfélagsins og þeim öflum sem móta þá
áhrifum fjölmiðla á viðhorf og hegðun einstaklinga s.s. umfjöllun um fjölmiðla sem „fjórða valdið“
hugtökunum falsfréttir og samfélagsmiðlar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita hugtökum stjórnmálafræðinnar á raunveruleg viðfangsefni hér á landi og erlendis
greina á milli og meta ólíkar kenningar um stjórnkerfi og hugmyndarstefnur
afla upplýsinga um stjórnmál og fjölmiðla og setja í fræðilegt samhengi
meta efni úr fjölmiðlum á gagnrýninn hátt
miðla efni með tilliti til ólíkra markhópa og fjölmiðla
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
geta útskýrt hvernig stjórnmál hafa áhrif á líf hans og aðstæður
geta tekið þátt í rökræðum um samfélagsleg álitamál
geta fundið og notað upplýsingar um stjórnmál hér á landi og erlendis
geta útskýrt mun áreiðanlegra heimilda og falsfrétta
geta lagt gagnrýnið mat á það efni sem birtist í fjölmiðlum
meta eigin frammistöðu og annarra á gagnrýninn hátt