Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1591690396.48

    Saga andspyrnuhreyfinga og aktívista í Bandaríkjunum og Evrópu á 19. og 20. öld
    SAGA3AH05
    42
    saga
    Saga andspyrnuhreyfinga og aktívista
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum er fjallað um samspil pólitískrar róttækni, menningu og valds. Hvernig kerfislægt ofbeldi gegn jaðarhópum og andóf gegn því birtist og þátt aktívista og andspyrnuhreyfinga. Valdir eru nokkrir átakapunktar í sögunni sem fjallað verður ítarlega um. Sérstaklega er hugað að birtingamyndum andófs á 19. og 20. öldinni og viðbrögðum stjórnvalda við þeim. Fjölmiðlaorðræða hvers tímabils verður skoðuð og greind, fjallað verður um spillingu, vald, möguleika og takmarkanir tjáningafrelsis, notkun og misnotkun upplýsinga og leynd.
    SAGA2MN05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • meginstraumum í rannsóknum sem varða tengsl aktívista, andspyrnuhreyfinga og stjórnmála á 19. og 20. öld
    • grundvallahugtökum og kenningum um vald, andspyrnuhreyfingar og stjórnmál í sögulegu samhengi
    • baráttumálum jaðarhópa á 19. og 20 öld í Bandaríkjunum og Evrópu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • meta stöðu jaðarhópa í Bandaríkjunum og Evrópu á 19. og 20. öld
    • skilja tengsl þekkingar, fræða og baráttu
    • setja stöðu jaðarhópa og baráttu þeirra fyrir jafnrétti í sögulegt samhengi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • taka þátt í skoðanaskiptum og rökræðum með jafningjum um baráttu jaðarhópa og aktívista
    • koma söguþekkingu sinni og söguskilningi á framfæri með fjölbreyttum hætti
    • leggja mat á eigin frammistöðu og annarra í verkefnavinnu