Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1591692041.64

    Fjármálastærðfræði
    STÆR3VN05
    105
    stærðfræði
    Fjármálastærðfræði fyrir nemendur á náttúruvísindabraut
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Lögð verður áhersla á arðsemi hlutabréfa og fjárfestinga með núvirðisreikning, hámörkun hagnaðar með diffrun. Farið verður í diffurjöfnur og diffurjöfnuhneppi og einnig fylki og aðferð minnstu kvaðrata til að rannsaka hegðun á markaði. Að lokum verður farið í afleiðuútreikninga. Áfanginn er góður undirbúningur fyrir þá sem hafa hug á að kynna sér hagnýtinguna í stærðfræði og fjármálum. Efni áfangans er góður undirbúningur fyrir nám í hagfræði, viðskiptafræði, iðnaðarverkfræði eða fjármálaverkfræði en sýnir einnig hvernig stærðfræði er notuð í bankakerfinu.
    Að minnsta kosti tveir stærðfræðiáfangar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnatriðum núvirðis- og framvirðis reikniaðferða
    • grunnatriðum aðhvarfsgreiningar
    • grunnatriðum diffurjafna
    • grunnatriðum afleiðureiknings
    • innri vöxtum
    • fjárstreymi
    • fylkjareikning
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nýta núvirðisreikning til að finna hagkvæmasta fjárfestingakostinn
    • lesa ársreikninga og lykiltölur og geta notað þær til að reikna virði fyrirtækja
    • nota Black-Scholes módelið til að reikna virði afleiðna
    • reikna diffurjöfnur
    • aðferðir fylkjareiknings, andhverfur, eigen values og eigen vectors
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta lesið ársreikning, tekið úr honum lykilupplýsingar og reiknað út virði félagsins
    • geta sett upp viðskiptahugmynd, reiknað út fjárstreymi og núvirði viðskiptahugmyndarinnar
    • geta reiknað virði afleiðusamnings
    • geta spáð fyrir um þróun virðis hlutabréfa með aðhvarfsgreiningu
    • geta fundið bestu lausn á framleiðslufalli með diffurreikningi.