Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1591692554.16

    Menntavísindi
    UPPE3ME05
    6
    uppeldisfræði
    Menntavísindi
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Áhersla verður lögð á grunnskólann og hvernig uppeldi og menntavísindi styðjast við margvíslegar stefnur og kenningar sem taka breytingum í takt við samfélagið. Sem dæmi má nefna þjóðfélagslegan bakgrunn nemenda og jafnrétti til náms, hvernig hægt er að efla trú á eigin getu í námi, íþróttum og starfi. Fjallað er sérstaklega um uppbyggingarstefnuna (e. restitution) eða Uppeldi til ábyrgðar sem miðar að því að ýta undir ábyrgðarkennd og sjálfstjórn barna og unglinga og þjálfa þau í að ræða um tilfinningar og átta sig á þörfum sínum. Aðalnámskrá er birtingarform pólitískrar stefnumótunar í menntun á öllum skólastigum. Þar er meðal annars kveðið á um hvernig koma á til móts við ólíkar þarfir nemenda, gæta jafnréttis o.fl. Í því samhengi verður fjallað um bráðgera nemendur, nemendur sem þurfa meiri stuðning í námi og fjölmenningarleg kennsla fær sérstaka umfjöllun í áfanganum. Hvítbókin - umbætur í menntun fjallar um núverandi stöðu íslenska menntakerfisins þar sem mesti þunginn er lagður á þau meginmarkmið að bæta árangur í lestri og námsframvindu í framhaldsskólum. Nemendur kynna sér aðferðir við lestrarkennslu í völdum grunnskólum og skoða stöðu lesblindra einstaklinga.
    Einn FÉL, SÁL eða UPP áfangi 2. þrepi. Má taka samhliða á 2. þrepi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • aðferðum við lestrarkennslu í skólum
    • helstu kenningum og nútímastefnum á sviði menntunar og uppeldis nútímastefnum
    • einstaklingsmun nemenda og jafnrétti
    • ýmsum námsörðugleikum nemenda
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • afla upplýsinga er tengjast kenningum og rannsóknum á menntun
    • afla upplýsinga um uppeldi og menntun og nýta þær í hagnýtum verkefnum
    • taka þátt í rökræðum um uppeldis- og menntunarfræðileg málefni
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • leggja mat á kenningar og rannsóknir á menntun og uppeldi
    • beita orðræðunni um menntun á ýmis viðfangsefni
    • setja fram þekkingu sína í ræðu og riti
    Símatsáfangi