Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1600341433.33

    Linux 1 - Grunnur
    LINU2GR05
    None
    Linux
    Linux grunnur
    í vinnslu
    2
    5
    Í áfanganum er farið í gegnum grunnþætti Linux stýrikerfisins og hvernig það er byggt upp. Nemendur læra að setja upp notendaútgáfu stýrikerfisins og læra grunnaðgerðir á skelina, skráarmeðhöndlun, möppur, notendaheimildir og að skrifa skeljaskriptur. Nemendur læra einnig um mismunandi talnakerfi, lógískar aðgerðir og grunnatriði í Linux netþjónastýrikerfinu.
    Engar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • · mismunandi talnakerfum. · grunnaðgerðum í rökfræði: AND, OR og NOT. · Boolean reikniaðgerðum. · Linux sem stýrikerfi. · vali á stýrikerfi. · opnum hugbúnaði og hugbúnaðarleyfum. · grunnatriðum skrifta í Linux. · gagnageymslu í Linux.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • · flytja tölur milli talnakerfa: tvíunda-, sextánda- og tugakerfa. · gera sannleikstöflu fyrir einfaldar rökrásir. · nota Boolean algebra. · vinna með Linux. · vinna með grunnaðgerðir í skipanalínu. · vinna með mismunandi gerðir notenda.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • · nota tvíunda- og sextándatölukerfi. · tengja saman rökrásir og Booleanjöfnur og teikna einfaldar rökrásir. · leita sér aðstoðar í Linux. · vinna með skrár og möppur í Linux. · vinna með leit. · stilla Linux tölvu á staðarnet. · búa til notendur og hópa. · vinna með skráaréttindi.
    Símat.