Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1603100273.43

    Reglunartækni 2
    STIL4VD05(AV)
    3
    Stillitækni og reglun
    Stillitækni - VD
    Samþykkt af skóla
    4
    5
    AV
    Nemendur öðlast ítarlega þekkingu í reglunartækni, svo sem P-, I- og D-þætti reglna, reglunarbúnaði fyrir vatnsafls- og jarðvarmavirkjanir og reglunarbúnaði dísilvéla. Þeir kynnast og verða færir um að nýta sér hugtök eins og stöðugleikafall og snúningshraðafall og geta í framhaldinu annast stillingar á algengum stjórn- og eftirlitsbúnaði aflvéla.
    STIL3HR05, VÉLF3VC04
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • stöðugleikafalli fyrir vélar í samkeyrslu.
    • gildi snúningshraðafalls gagnvart samkeyrslueiginleikum véla.
    • hlutverki aðgerðamagnarans í uppbyggingu rafeindareglna og helstu rásum sem tengjast honum.
    • eiginleikum mismunandi framkvæmdarliða (loka) stöðureglna (positioner) og breytna (I/p og p/I).
    • sjálfstýringu í skipi.
    • aukabúnaði í nútímareglum dísilvéla.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • teikna reglunarbúnað með röskunarmælingu.
    • reikna út P-, I- og D-þætti reglna eftir ZN bæði fyrir tengda og rofna slaufu, stöðu- og rásferil.
    • notfæra sér leiðbeiningar framleiðenda (t.d. Woodward) varðandi innstillingu á gangráðum dísilvéla.
    • teikna og reikna stöðugleikafall (f, P-fall) fyrir vélar í samkeyrslu (speed droop, ójöfnunargráða).
    • gera sér grein fyrir gildi snúningshraðafalls varðandi samkeyrslueiginleika og beita stærðfræðilegum aðferðum á fyrrnefndar rásir.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • leggja sjálfstætt mat á stöðu búnaðar og ástand og hvernig bregðast á við frávikum.
    • stjórna og stilla vélbúnað sem byggir á flókinni reglunartækni.
    • beita stærðfræðilegum aðferðum til að skýra P-, I- og D-þætti reglna eftir ZN bæði fyrir tengda og rofna slaufu, stöðu- og rásferil.
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.