Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1605104939.51

    sálf
    SÁLF1ÞS04
    12
    sálfræði
    þroskasálfræði
    Samþykkt af skóla
    1
    4
    Áfanginn er ætlaður til að kynna nemendum þroskasálfræði, hugtök hennar og helstu álitamál. Markmið hans er að hjálpa nemendum að öðlast þekkingu á hugsun og hegðun barna og unglinga.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • ýmsum kenningum sem tengjast þroskasálfræðinni.
    • hugsun og hegðun barna og unglinga.
    • mikilvægi þess að börn fái gott atlæti.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina muninn á þroskasálfræði og sálfræði.
    • segja frá nokkrum kennismiðum innan þroskasálfræðinnar.
    • skilja aðstæður barna í sögulegu samhengi.
    • skilja mikilvægi þess að hugsa vel um börn og þroska þess fyrstu árin.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • undirbúa sig fyrir væntanlegt foreldrahlutverk og/eða störf eða samskipti við börn.
    • taka þátt í umræðum um þroska barna og unglinga í sögulegu samhengi.
    • vita hvað er börnum fyrir bestu.