Unnið á margvíslegan hátt með ullarkembu og band ásamt tilfallandi efnivið og glingri. Fjölbreytt vinna, s.s. þæfing, myndvefnaður og fleira eftir atvikum.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
ull, eiginleikum hennar og notagildi
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
handleika og vinna á fjölbreyttan hátt með efnið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
vinna á sjálfstæðan hátt, njóta og upplifa
Einstaklingsmiðað námsmat - símat, betur útfært í einstaklingsnámskrá