Unnið að endurnýtingu úr allskonar textílefnum s.s. gömlum dúkum, gluggatjöldum, fatnaði og fl. ásamt öðrum hlutum sem nýst gætu við að búa til nytjahluti úr gömlum efnivið.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hagnýtingu og möguleikum sem felast í endurvinnslu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
meðhöndla og vinna úr allskyns textílefnum og beita viðeigandi áhöldum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
vinna á sjálfstæðan hátt, njóta og upplifa
Einstaklingsmiðað námsmat - símat, betur útfært í einstaklingsnámskrá