Áfanginn er einstaklingsmiðaður og miðar að því að nemandinn öðlist leikni í margvíslegri listsköpun með silfurleir. Geta og færni nemandans ræður því hvernig vinnan fer fram.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
silfurleir og virkni hans
að fyrst þarf að vinna mót t.d. í fimó leir
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
vinna með viðeigandi verkfæri sem hentar miða við færni
handleika leirinn án þess að hann þorni mikið upp
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
temja sér eins vönduð vinnubrögð og honum er unnt
skapa eigulega hluti og hafa ánægju af
Einstaklingsmiðað námsmat - símat, betur útfært í einstaklingsnámskrá