Áhersla er lögð á að nemendur taki þátt á sínum forsendum hvort sem er í söng, dansi, hreyfingu eða hljóðfæraleik og að þau upplifi og kynnist mismunandi tónlist og samvinnu í gegnum tónlist.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mismunandi hrynjandi tónlistar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
hlusta á mismunandi tónlist og virða tónlistarsmekk annarra
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
taka þátt og njóta sín í tónlistartímum og nýta sína hæfileika
Einstaklingsmiðað námsmat - símat, betur útfært í einstaklingsnámskrá