Í þessum áfanga er fjallað um skipið og einstaka hluta þess, m.a með tilliti til nafngifta og þeirra hlutverka sem einstök stoðkerfi um borð í skipum gegna. Nemendur kynnast teikningum af fyrirkomulagi skipa, af dæmigerðu geymafyrirkomulagi, teikningum af
brunaniðurhólfun og kerfisteikningum af vélbúnaði og rafbúnaði skipa. Veita á nemendum almenna undirstöðuþekkingu um gerð, fyrirkomulag og búnað skipa með tilliti til þess hlutverks sem þeim er ætlað að gegna, um hönnun þeirra með tilliti til styrks, flothæfni, farsviðs og ytri umhverfisþátta og um helstu stoðkerfi þeirra með tilliti til vélbúnaðar og raforku. Æskilegt er að hluti kennslunnar fari fram um borð í skipi þar sem nemendur kynna sér fyrirkomulag þess og búnað.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu tegundir skipa og hlutverk þeirra, helstu hugtökum og nafngiftum varðandi einstaka skipshluta og búnaði skipa
þeim umhverfisþáttum sem ráða álagi á bol og þilför skipa og hafa áhrif á styrk þeirra
burðargetu skipa, særými og þá krafta sem virka á bol skipa
áhrifum vinds og öldu á skip, mótvægisaðgerðir og helstu hættum
mótsstöðu skipa í sjó og olíunotkun.
hvernig haga skuli vali á vélar- og skrúfustærð til að skip nái tilteknum ganghraða
áhrifum aukinnar hleðslu skips og djúpristu á álag og styrk bols
niðurhólfunar skipa og reglum sem um það gilda
stýrisbúnaði skipa og reglum sem gilda um neyðar-stýrisbúnað
reglum sem gilda um austurkerfi skipa, sjó-, bruna-, slökkvi- og kælikerfi skipa
grunnþáttum og grundvallarhugtökum skipahönnunar
særými, hleðslu og stöðugleika skipa
þáttum sem ráða siglingamótstöðu skipa og hvernig sú mótstaða er háð hraða skipsins
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
draga upp stöðugleikaferil
starfa um borð í skipi og taka ákvarðanir varðandi öryggismál
meta aflþörf skips og gerðar skrúfubúnaðar á grundvelli mótstöðuferils til að ná tilteknum ganghraða
meta eldsneytisnotkun við mismunandi ganghraða á grundvelli upplýsinga um mótstöðuferil skips
meta stöðuleika skipa og geta lagt til aðgerðir til að leiðrétta stöðuleika
reikna gróflega út áhrif óhefts yfirborðs vökva og áhrif þess á stöðugleika skipa
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
útskýra lög og reglur um skráningu skipa og merkingar á skipum til auðkenningar
útskýra öryggisbúnað skipa, virkni hans og notkun
útskýra lög og reglur sem gilda um eftirlit með skipum, um siglingasvið Samgöngustofu, viðurkenndra skoðunarstöðva, flokkunarfélaga, faggiltra skoðunaraðila með búnaði skipa og um þau skírteini sem gefin eru út til að skip megi vera í förum
útskýra helstu hugtök stöðugleikans
útskýra hvaða þættir hafa áhrif á legu stöðugleikaferils og þau skilyrði sem þurfa að vera til staðar til að skip teljist öruggt
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.