Lífsleikni með áherslu á einstakling og skólasamfélagið
LÍFS1ÞS01
104
lífsleikni
þátttaka í skólasamfélaginu
Samþykkt af skóla
1
1
Markmið áfangans er að kynna nemandanum innviði skólans og efla hann til þátttöku í skólasamfélaginu. Sérstök áhersla verður lögð á styrkleika nemandans og auka sjálfsöryggi hans innan skólans.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
eigin sjálfsmynd, styrkleikum og hæfileikum
skólabyggingunni
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
þekkja sjálfan sig með tilliti til styrkleika og hæfileika
þekkja vel til skólabyggingarinnar og rata um
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
njóta þess að vera nemandi við skólann og þess sem í boði er
Einstaklingsmiðað námsmat - símat, betur útfært í einstaklingsnámskrá