Markmið áfangans er að efla félagslega færni nemandans með áherslu á samskipti, sjálfsöryggi og virðingu fyrir skoðunum og lífsgildum annarra. Nemandinn öðlist aukna víðsýni og verði meðvitaðri um þá ábyrgð sem hann hefur gagnvart sjálfum sér og öðrum í skólasamfélaginu.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mikilvægi góðra/jákvæðra samskipta og samskiptaleiða
mismunandi skoðunum og lífsgildum annarra
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
eiga í góðum/jákvæðum samskiptum við aðra
virða skoðanir og lífsgildi annarra
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
eiga í góðum/jákvæðum samskiptum við aðra
Einstaklingsmiðað námsmat - símat, betur útfært í einstaklingsnámskrá