Nemandinn öðlast þekkingu á undirstöðuatriðum varmafræðinnar, á uppbyggingu kælikerfa, þeim einingum sem mynda kælikerfi og hlutverki hinna einstöku þátta þeirra. Fjallað er um mælieiningar í kælitæki, varmaflutning (leiðni, ferjun og geislun), eðlisvarma efna, ástandsbreytingar efna, helstu hugtök kælitækninnar, hx- og log ph-línurita og notkun þeirra í kælitækni. Nemandinn öðlast þekkingu á mismunandi tegundum og eiginleikum kælimiðla, s.s. vatns, ammoníaks, kolsýru, vetniskolefni (própan og ísobútan), klórflúorkolefni, vetnisklórflúorkolefni, og vetnisflúorkolefni. Fjallað er um takmarkanir og notkunargildi þessara kælimiðla og umhverfisáhrif þeirra. Fjallað er nánar um hringferil kælikerfis með aðstoð log ph-línurita og gerðir útreikningar með tilliti til yfirhitunar,
undirkælingar og þjöppunar kælimiðils. Einnig er fjallað um þrýstifall í lögnum, stærð og afköst varmaskipta. Afköst kælivéla, afköst blásara (eims), varmaleiðni, varmamótstöðu, heildarvarmamótstöðu, varmastuðla og varmabera.
VÉLF2VE04
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
grunneiningum ISO-staðlanna að því er varðar hitastig, þrýsting, massa, þéttleika og orku
loftslagsbreytingum og Kýótóbókuninni
hugtakinu hnatthlýnunarmáttur og notkun flúoraðra gróðurhúsalofttegunda
viðeigandi ákvæðum reglugerðar (EB) nr. 842/2006 og viðeigandi reglugerðum íslenskum
kröfum og verklagsreglum vegna meðhöndlunar, geymslu og flutninga á menguðum kælimiðli og olíum
þeim fræðigrunni sem kælitæknin byggist á, þ.m.t. feril kælimiðils í kælikerfi og notkun hx- og log ph-línurita
mismunandi tegundum kælimiðla og eiginleikum þeirra
gerð og uppbyggingu lítilla kælikerfa
helstu eðlisfræðihugtök varmafræðinnar, s.s. varmaleiðni, varmaflutning, eimun, þéttingu og uppsuðuhitastig
táknmyndum sem notaðar eru við teikningar af kælikerfum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
athuga skrár yfir búnað áður en leitað er að leka og ganga úr skugga um hvaða upplýsingar skipta máli
framkvæma sjónræna og handvirka skoðun á kerfum í samræmi við reglugerð (EB) nr. 1516/2007
færa upplýsingar í skrá um búnað
reikna dæmi með hjálp hx- og hp-línurita
nota eimtöflur og línurit
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
lesa teikningar af kælikerfi
gera sér grein fyrir á hvaða stöðum leki er líklegur í kæli-, loftræsti- og varmadælubúnaði
nota rafrænan lekaleitarbúnað
nota endurheimtarsamstæðu til að endurheimta kælimiðil og tengja og aftengja endurheimtarsamstæðu
nota vog til að vigta kælimiðilinn
annast eftirlit með leka með því að nota beina aðferð, sem felur ekki í sér rof á kælirásunum, sem um getur í reglugerð (EB) nr.1516/2007
annast eftirlit með leka í kerfi með óbeinni aðferð í samræmi við reglugerð (EB) nr. 1516/2007 og notendahandbók
nýta færanlegan mælingarbúnað, s.s. þrýstingsmælasamstæður, hitamæla og fjölmæla (AVO)
tengja og aftengja mæla og leiðslur þannig að losun verði sem minnst
tæma og fylla hylki með kælimiðli bæði í fljótandi formi og gufuformi
tappa olíu, sem er menguð af flúoruðum gösum, af kerfi
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.