Áfanginn miðar að því að nemendur eflist í styrk, liðleika og snerpu. Nemendur læra að þekkja líkama sinn og beita honum rétt þegar unnið er með lóð og ýmsar þyngingar.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
eigin styrk og líkamsbeitingu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita líkamanum rétt við lyftingar
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
meta eigin styrk og getu til lyftinga
Einstaklingsmiðað námsmat - símat, betur útfært í einstaklingsnámskrá