Heimilisfræði með áherslu á borðhald og móttöku gesta
HEFR1GB02
24
Heimilisfræði
borðhald, gestir
Samþykkt af skóla
1
2
Í áfanganum verða útbúnir einfaldir réttir sem nemandi getur auðveldlega boðið upp á ef gesti ber að garði. Farið er yfir það hvaða áhöld og tæki eru nauðsynleg við matseld sem og öryggisþætti í eldhúsi. Einnig er farið yfir kurteisisvenjur er gesti ber að garði.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
að fara eftir einföldum sjónrænum uppskriftum og nýta viðeigandi áhöld
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
taka þátt í eldamennsku
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
undirbúa gestaboð og útbúa einfaldar veitingar
Einstaklingsmiðað námsmat - símat, betur útfært í einstaklingsnámskrá.