Unnið með mismunandi textílefni, bómullar- og gerviefni, gömul og ný, tauliti, tilfallandi glingur og fleira. Unnið eftir atvikum s.s. með nál og þráð, saumavél, hnýtingar/fléttur/tágar og fl.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
náttúrulegum efnum og gerviefnum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
handleika og vinna á fjölbreyttan hátt með efnið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
vinna á sjálfstæðan hátt, njóta og upplifa
Einstaklingsmiðað námsmat - símat, betur útfært í einstaklingsnámskrá