Áfanginn miðar að því að nemandinn öðlist leikni í smíði gagnlegra muna. Nemandinn kynnist fjölbreyttum aðferðum sem notaðar eru við ýmiskonar handverk tengd smíðum. Farið yfir helstu öryggisatriði sem snúa að vinnu á smíðaverkstæði.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
umgengni og notkun á rafmagnshandverkfærum og öðrum handverkfærum
helstu öryggisþáttum, vinnuaðstöðu og vinnumhverfi
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nota mismunandi tegundir verkfæra, véla og efna
nota áhöld til mælinga og uppmerkinga
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
smíða hluti í samráði við kennara eða að eigin vali og eftir bestu getu
Einstaklingsmiðað námsmat - símat, betur útfært í einstaklingsnámskrá.