Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1609922119.29

    Listir og sköpun með áherslu á eigin sköpunarkraft
    LISK1MS01
    3
    Listir á starfsbraut
    myndlist, skapandi star, textíll
    Samþykkt af skóla
    1
    1
    Í áfanganum er nemendum kynnt fjölbreytt viðfangsefni og aðferðir sem notaðar eru við myndlist, textíl og skapandi starf. Unnið er að skapandi verkefnum sem nemandi getur nýtt sér til dægradvalar í framtíðinni. Áhersla er lögð á að vinna með upplifun og sköpunarkraft nemenda. Lögð er áhersla á skapandi hugsun með samræðum við nemendur um þeirra eigin verk og verk annarra.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mismunandi efnum og aðferðum sem er hægt að nýta við sköpun
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • auka úthald sitt og sjálfstraust við sjálfstæða vinnu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • þroska hæfni sína til að leita sér upplýsinga, aðstoðar, og hugmynda um frístundavinnu
    Einstaklingsmiðað námsmat - símat, betur útfært í einstaklingsnámskrá