Markmið áfangans er að nemandinn kynnist efnisheiminum í víðu samhengi, bæði efnafræði, jarðfræði og eðlisfræði. Einnig verða gerðar einfaldar tilraunir sem tengist því.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
efnisheiminum, eðli mismunandi efna og fjölbreytileika þeirra
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
afla sér upplýsinga og vinna með hluti í efnisheiminum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
vera meðvitaður um efnisheiminn
Einstaklingsmiðað námsmat - símat, betur útfært í einstaklingsnámskrá.