Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1611842871.06

    Frumulíffræði
    LÍFF2FM05(MA)
    38
    líffræði
    Frumulíffræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    MA
    Í áfanganum er fjallað um grundvallaratriði í gerð og starfsemi frumna. Fjallað um gerð ósérhæfðra frumna, helstu frumulíffæri og hlutverk þeirra. Ítarlega er fjallað um byggingu og hlutverk frumuhimnunnar, og samskipti milli frumna. Þá er fjallað ítarlega um frumuhringinn og stjórnun á honum. Í lok áfangans er fjallað um sérhæfingu frumna, helstu vefjagerðir og starfsemi sérhæfðra frumna. Auk þess er komið inn á líffræðileg stýrikerfi.
    LÆSI2NÁ10 og LÍFF1GL05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • muninum á heilkjarna- og dreifkjarnafrumum
    • öllum helstu frumulíffærum og frumuhlutum
    • eðli og byggingu frumuhimnunnar
    • byggingu frymisgrindar
    • eðli frumutengsla
    • frumusamskiptum: boðefnum, frumuviðtökum, dreifingu boða og viðbrögðum við boðum
    • frumuskiptingu og föstum mítósuskiptingar
    • frumuhringnum og stjórnun á honum
    • helstu frumugerðum vefja
    • hugtakinu samvægi og afturvirkum stýrikerfum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina á milli heil- og dreifkjarnafrumu
    • þekkja öll helstu frumulíffæri og frumuhluta
    • greina á milli mismunandi flutningsleiða um frumuhimnu
    • skilja gerð og hlutverk frymisgrindar
    • greina á milli mismunandi boðefna og boðleiða
    • skilja ferli frumuskiptingar og stýringar á frumuhringnum
    • skilja breytta eiginleika frumna eftir sérhæfingu þeirra
    • skilja hvað felst í samvægi og hvernig stjórn líkamans felst í því
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • útskýra undirstöðuatriði er varða mismunandi frumugerðir og hlutverk þeirra
    • þekkja til umhverfi frumna og samskipti frumna við umhverfi sitt
    • þekkja vel byggingu og starfsemi frumuhimnunnar
    • útskýra frumuhringinn, eðlilega starfsemi hans og óeðlilega (t.d. í tengslum við sjúkdóma)
    • útskýra mismunandi hlutverk sérhæfðra frumna og vefjagerða
    • nýta þekkingu sína og leikni til til áframhaldandi náms
    Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.