Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1612259371.19

    Kynlíf, knús og kærleikur
    KYNH2KK05
    1
    Kynheilbrigði
    knús og kærleikur, kynlíf
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Áfanginn fjallar um kynheilbrigði í víðum skilningi en viðfangsefni áfangans eru allt frá því að fjalla um líkamsstarfsemi, frjósemi og kynþroska til mikilvægis samskipta og jákvæðrar sjálfsmyndar. Meðal annars er fjallað um væntingar einstaklinga til kynlífs, hvernig tilfinningar, sjálfsmynd og samskipti geta haft áhrif á væntingar og mörk. Einnig er tekin fyrir umfjöllun um hinsegin fræðslu, líkamsvirðingu, ofbeldi, kynhegðun og hverjar hugmyndir samfélagsins um eðlilega kynhegðun séu. Þá verður sérstaklega fjallað um að setja mörk og hvernig má efla samskipti í kynlífi. Þá verða fjallað sérstaklega um forvarnir, getnaðarvarnir og annað slíkt.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hugtökunum kynheilbrigði, kynferðisþroska, kynvitund, kynhneigð, kynlífi, klámi og klámvæðingu
    • algengustu vandamálum sem upp geta komið í tengslum við kynlíf og frjósemi
    • áhrifum sjálfsmyndar og tilfinninga á kynlífshegðun
    • ólíkum sjónarhornum gagnvart kynlífi og kynheilbrigði
    • því hvaðan við fáum upplýsingar um hvernig eigi að haga sér í kynlífi og kynferðislegum samskiptum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • tjá skoðanir sínar
    • þekkja eigin líkama og langanir
    • þekkja eigið viðhorf til kynlífs
    • geta fjallað um kynlíf og kynheilbrigði af virðingu og með skilningi
    • nota viðeigandi samskipti sem einkennast af virðingu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • taka ígrundaðar ákvarðanir varðandi kynheilbrigði sitt
    • spyrja spurninga og hluta á sjónarmið annarra af víðsýni
    • auka sjálfstæði sitt og trú á sjálfum sér
    • láta skoðanir sínar í ljós
    • vera meðvitaður um að kynferðisleg tjáning getur verið mismunandi
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.