Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1612275293.21

    Fólk á flótta: Ástæður og úrræði
    FÉLA3HJ05
    35
    félagsfræði
    hjálparstarf
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Fjallað er um ólíkar tegundir hjálparstarfs, svo sem þróunarsamvinnu, neyðaraðstoð og flóttamannaaðstoð. Rætt er um mismunandi leiðir í starfi hjálparsamtaka og skoðuð dæmi um verkefni samtaka. Þá eru nokkur grunnhugtök sem snerta hjálparstarf skilgreind og skoðuð með gagnrýnum hætti, svo sem þróun, fátækt, þróunarlönd og þriðji heimur. Mikil áhersla er á að auka skilning á mismunandi aðstæðum jarðarbúa, útskýra orsakir og afleiðingar þeirra. Þá verða einnig skoðaðar raunhæfar leiðir til úrbóta.
    FÉLV1SJ06 eða annar sambærilegur áfangi í félagsvísindum á 1. þrepi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • ólíkum tegundum hjálparstarfs í heiminum, s.s. þróunarsamvinnu, neyðaraðstoð og flóttamannaaðstoð
    • grunnhugtökum er tengjast starfi hjálparstarfs, s.s. þróun, fátækt, þróunarlönd, suðrið og þriðji heimur og hvers vegna hugtökin þykja umdeild
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • fjalla um félagsleg málefni í tengslum við hjálparstarf með gagnrýnum hætti
    • greina þær áherslubreytingar sem orðið hafa á hjálparstarfi á undanförnum árum
    • afla upplýsinga um alþjóðlegt hjálparstarf á vegum Íslendinga og skoða viðbrögð almennings og setja í fræðilegt samhengi
    • nýta fræðilegan texta á íslensku og erlendu tungumáli
    • miðla skýrt og skilmerkilega fræðilegu efni í ræðu og riti
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • meta upplýsingar um hjálparstarf á alþjóðavettvangi og geta út frá þeim upplýsingum metið gæði þess og réttmæti
    • skoða ólíkar kenningar um hjálparstarf, meta styrkleika þeirra og veikleika og bera þær saman við aðrar kenningar
    • vita hvað felst í fræðilegum vinnubrögðum, kunna að leita að heimildum, meta gæði þeirra og vísa rétt í þær
    • geta tjáð sig í ræðu og riti um samfélagsleg álitamál er tengjast hjálparstarfi og viðbrögðum samfélagsins við þeim.