Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1612515381.98

    Framhaldsáfangi í forritun
    TÖLF2FF05
    5
    Tölvunarfræði
    Framhaldsáfangi í forritun
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Framhaldsáfangi í forritun þar sem nemendur fá að kynnast fleiri hugtökum í forritun með því forritunarmáli sem kynnt var í TÖLF2FG05. Fjallað er um hluti eins og klasa og hlutbundna forritun ásamt því sem farið verður í undirstöður hönnunar og þróunar hugbúnaðar. Einnig verður fjallað um endurkvæmni (e. recursion) í forritun.
    TÖLF2FG05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu hugtökum varðandi þróun hugbúnaðar
    • heildar uppbyggingu eins æðra forritunarmáls
    • endurkvæmni í forritun
    • öllum grunneiningum forritunarmáls
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skrifa flóknari keyrsluforrit
    • nota allar helstu gagnaskipanir forritunarmálsins
    • hanna og þróa stærri forritunarverkefni
    • lesa kóða
    • aflúsa, breyta og prófa stærri forrit
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • leiðrétta og endurbæta forrit
    • semja forrit til að leysa flókin verkefni
    • þróa og hanna stærri forrit
    • beita gagnrýni og skapandi hugsun við lausnir verkefna
    • skilja og beita einföldum röksemdum