Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1613136522.86

    Inngangur að línulegri algebru
    STÆR3AL05
    111
    stærðfræði
    algebra
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Áfanginn fjallar um fylkjareikning og beitingu hans, m.a. við lausn línulegra jöfnuhneppa. Vigrar í tvívídd , þrívídd og n-víddum. Ennfremur er fjallað um ákveður, eigingildi og eiginvigra. Lögð er áhersla á að nemendur bæti við sig stærðfræðitengdum orðaforða, þjálfist í rökhugsun og í að leysa verkefni með tölvu (reiknihugbúnað).
    STÆR3VH05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu aðgerðum fylkjareiknings
    • vektorum (vigrum)
    • vektorrúmum og eiginleikum þeirra
    • línulegum vörpunum
    • Gauss-eyðingu, Gauss-Jordan-eyðingu, hornalínugerningi
    • Cramers reglu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • finna ákveður
    • reikna út eigingildi og eiginvektora
    • finna andhverfur fylkja
    • finna út lausnir á línulegum jöfnuhneppum með nokkrum aðferðum
    • úrskurða hvort varpanir séu línulegar
    • setja fram sannanir á setningum úr námsefni
    • útbúa sannanir
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta almennt beitt línulegri algebru við úrlausn hagnýtra viðfangsefna
    • skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega á viðeigandi hátt
    • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
    • geta notað reiknihugbúnað til að leysa línulegar jöfnur á fylkjaformi og sett niðurstöður fram á skýran hátt
    • geta unnið með einfaldar sannanir.