Helstu efnisþættir eru hornaföll, hornafallajöfnur, rúmfræðireikningur, stikun, ofanvarp, föll, ferlar falla, ýmis fallahugtök, samsett og andhverf föll, algengustu gerðir falla.
Aðaláhersla áfangans er á dæmareikning, afleiðslukerfi og röksemdafærslu stærðfræðinnar, m.a. með sönnunum á reglum í námsefninu. Einnig verður lögð áhersla á rétta notkun stærðfræðitákna og skipulagða framsetningu.
STÆR2RU05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hornaföllum, bogamáli og bogaeiningu
hornafallareglum og lausn hornafallajafna
sínus- og kósínusreglunum
ákveðum
stikunum hrings og línu
ofanvarpi á línu og vigur og fjarlægð frá línu
föllum, ferlum falla og ýmsum fallahugtökum
samsettum og andhverfum föllum
veldis- og rótarföllum, algildisfallinu, margliðuföllum, ræðum föllum, vísis- og lograföllum og hornaföllum