Helstu efnisþættir eru óákveðin heildi, flatarmál, heildanleiki, ákveðið heildi, heildunaraðferðir, rúmmál snúða og ýmsar hagnýtingar heildisreiknings. Aðaláhersla áfangans er á dæmareikning, afleiðslukerfi og röksemdafærslu stærðfræðinnar, m.a. með sönnunum á reglum í námsefninu. Einnig verður lögð áhersla á rétta notkun stærðfræðitákna og skipulagða framsetningu.
STÆR3DF05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
stofnföllum helstu falla
bútun og undir- og yfirsummum
óákveðnum og ákveðnum heildum
tengslum ákveðins heildis við flatarmál
innsetningaraðferðum og hlutheildun
stofnbrotsliðun ræðra falla
tengslum ákveðins heildis við rúmmál snúða
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
finna stofnföll ýmissa falla
finna yfir- og undirsummur með bútun
finna flatarmál með heildun
beita helstu heildunaraðferðum
finna rúmmál snúða
beita undirstöðureglum stærðfræðigreiningar
beita heildun við lausn ýmissa hagnýtra verkefna
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skrá lausnir sínar skipulega og útskýra þær skilmerkilega í mæltu máli
átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna og geta valið aðferð sem við á hverju sinni
skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
átta sig á og gera greinarmun á nauðsynlegum og nægjanlegum skilyrðum fyrir lausnum verkefna
beita gagnrýninni hugsun og sýna áræði, frumkvæði og innsæi við lausn yrtra verkefna
leysa þrautir með skipulegum leitaraðferðum og uppsetningu jafna
klæða yrt verkefni í stærðfræðilegan búning, leysa það og túlka lausnina í samhengi við upphaflegt verkefni
fylgja og skilja röksemdir í mæltu máli og texta, þar með taldar sannanir í námsefni
geta beitt einföldum samsettum röksemdum
geta rakið sannanir í námsefninu og greint hvenær röksemdafærsla getur talist fullnægjandi sönnun
Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.