Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1613485155.82

    Inngangur að rafíþróttum
    RAFÍ1RÍ05(11)
    1
    Rafíþróttir
    Rafíþróttir
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    11
    Nemendur læra og afla sér þekkingar á rafíþróttum og eru búnir undir hvernig hægt er að kynna og spila rafíþróttir í nærumhverfinu, í frjálsri félagastarfsemi eða í frístundastarfi. Kenndir verða ákveðnir rafíþróttaleikir sem sérstakur áhugi er á eða hentar vel aðstæðum hverju sinni. Nemendur finni hlutverk sitt (spilari, þjálfari, skipuleggjari og fl.),skipuleggja æfingaleiki og sýna frá þeim á netinu, eiga í samskiptum við fyrirtæki um kostun á viðburðum.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Að halda viðburði utan skóla og leiðbeina öðrum um hvernig spilun leiks fer fram
    • Hvernig er að vera hluti af liðsheild
    • Hvernig mismunandi leikir krefjast mismunandi leikni og færni til að gera liðið betra
    • Markaðs- og viðskiptafræði í heimi rafíþróttanna
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Stunda íþróttina og öðlast góðan tæknilegan grunn í greininni
    • Taka þátt í fjölbreyttum æfingum og leikjum sem tilheyra íþróttinni
    • Stunda hreyfingu sem styrkir og gefur meira úthald til leikjaspilunnar
    • Gera kostnaðaráætlun vegna viðburða
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Skipuleggja viðburði t.d. skólasamkomu, netsamkomur og samkomur utan skólasamfélagsins
    • Búa til kennslumyndbönd um ýmsa þætti rafíþróttarinnar
    • Nýta sér upplýsingatækni við skipulagningu þjálfunar
    • Afla kostunaraðila vegna viðburða
    Gert er ráð fyrir leiðsagnarmati í áfanganum. Námsmat er fjölbreytt þ.e. verklegt, skriflegt, viðburðarstjórnun og jafningjamat. Einnig má meta mætingu og virkni nemenda til einkunnar.